Þegar skýin
dekka alla fegurð himinsins.
Verður maður að leita
fegurðar á jörðu.

Og þar sem stríð og efnahagskreppa
svikin kosningaloforð,
sjúkdómar og eymd,
maður sjálfur og aðrir menn,
bjóða ekki uppá neina sérstaka fegurð.

Verður maður bara að horfa
á snjóinn fyrir neðan ljósastaurinn
og finna þar litlar glitrandi stjörnur.
Í meinum var hún fegurst allra systra minna. Rebekka 2002.