Ég hef tekið eftir því að margir sem hér eru að senda inn ljóð og eru að feta sín fyrstu skref í hefðbundinni ljóðagerð með stuðla, höfðustafi og endarím, hafa fengið gagnrýni á gallana og verið sagt að æfa sig. Gott ef ég hef sjáf ekki hent því í einhverja. En fáir vita hvernig best er að æfa sig og fyrir þá einfaldast að reyna að kveðast á við einhvern. Gleyma um stund allri speki og meiningu og dýpt og gáfulegheitum. Ekki hugsa um annað en formið og hrynjandina. Að sjálfsögðu verður maður alltaf að skrifa skiljanlegar setningar.

Hérna er ósköp einfaldur fyrripartur:

Eins og fjaðrir flugu hátt,
fannhvít korn í rokinu.

Má þá segja:

Heila ævi höfðu átt,
himni frá í fokinu.

Eða:

Mig hittu þar um myrka nátt,
með æluna í kokinu.

Og hér með auglýsi ég eftir botnum á þennan hroða :}
Í meinum var hún fegurst allra systra minna. Rebekka 2002.