Hannes Hlífar í harðri rimmu
reynir að hrókera hratt
ja, og nu kommer han snart
og hugsar með hönd undir kinnu

Maðurinn frá Moldavíu með lottningu
og léttar lundir
Hannes er undir
og þarf loks að gefa biskup fyrir peð sem varð að drottningu

Og nú stendur hann hér með bakið hokið
skorkortið gatað
hefur taflinu tapað
þáttöku Hannesar Hlífars er lokið.

http://wcc2000.fide.com/cup.cgi?gamesname=2&pgn=0001010201

(Ort í nóvember 2000 í tilefni af þáttöku Hannesar Hlífars í heimsmeistaramótinu í skák)

Loftur Kristjánsson Smári
Alþýðuskáld