Þetta ljóð er tileinkað öllum Hugaskáldum sem vilja ekki yrkja
annað en sykursæt og ömurlega væmin ljóð (oft á lélegri
engilsaxnesku). Ekki miskilja mig, ég hef ekkert á móti
tilfinningasemi, en ástir og örlög þeirra sem um er ort eru
settar fram á svo grátlega ófrumlegann og aumingjalegan hátt
að maður fær enga samvisku með þeim. Ég vil leggja til að þau
skáld sem um ræðir reyni að finna sér eitthvað bitastæðara að
yrkja um en þessar aldagömlu klisjur. í ljóðinu eru örlítil skot á
það allra versta sem maður hefur séð hér á síðunni og því kann
að lýta út sem einstaka setningar séu úr lausu lofti gripnar. En
ég vona þó eindregið að boðskapurinn komist til skila.

Óðurinn til væmninar.

Á Hugans vef má heyra ýmsa væla,
Hugann hvelur rugla um sorg og trega.
Um hjartagull er ort og hetjustæla,
heimskulegt það finnst mér eiginlega.

Drepum hetjur, deyðum fljóðið,
drekkum úr því bleika blóðið.
Mansöngvum og mánaljósi,
mokum út sem dellu úr fjósi.
Eitruð ástareplin rotna,
enginn svífur, hjörtun brotna.

Því þótt að falli beint í kvennakofann,
karlinn Haraldur af himnum ofan,
Aðrir mega verslast upp og deyja,
enginn grætur leiði þeirra greyja.

Á Huganum þar væri gott að vera,
ef vælið hvíldi í friði marga vetur,
Hlífið þeim sem Hugan þurfa að bera,
Þá held ég, liði öllum miklu betur.