Ég tilheyri gamla og nýja tímanum, er kjáni jafnt sem vitringur.
Er mjög ónærgætin og sýni öðrum nærgætni.
Móðurlegur og föðurlegur í senn.
Barn ajfnt sem karlmaður.
Ég er bæði grófur og fíngerður.
Einn þjóðar margra þjóða.
Minnstur og stærstur í senn.
Ég hverf sem loft, ég hristi lokkana mót hækkandi sól.
Holdið bylgjast af mér og myndar kniplinga.
Ég ánafna mig jörðinni svo ég vaxi úr grasinu sem ég ann.
Ef þú vilt fá mig aftur er ég skósólunum þínum.
Þú veist varla hver ég er eða hvað ég á við,
Samt verð ég þér heilsusamlegur og sía og styrki blóðið í þér.
Þótt þú skiljir mig ekki í fyrstu misstu ekki móðinn.
Ef þú sérð mig ekki leitaðu þá annars staðar.
Ég stansa einhvers staðar og bíð þín.