Grimm er röddin er hann í glasið teymdi,
skildi svo einann á botninum og gleymdi.
Er hann var ungur stóra drauma dreymdi,
Báðir hnefar krepptir,
nú er ekkert eftir…
Nema skömmin ein og eymdin.

Situr sár og bitur,stoltið sorfið.
Hann grætur því að lífið hans er horfið,
hann tapaði öllu,drakk það undir borðið,
með angurværa ósk um dauðann dreymir,
er áfengisbölið hann í sortann teymir…
hann starir einn í kolsvart himinhvolfið.