Allt í kring sýnist mér litlaust
ekkert hefur tilgang eða ástæðu
lífið virðist laust allri ástríðu
finnst ég vera peð hlutverkalaust



Verur í kringum mig stöðugt mala
látlaus flaumur orða að mér streymir
á meðan mig um betra líf dreymir
dvel einn í friðlausum hugar dvala



Verk hins æðra um mig sig vefur
án spurninga nokkurra eða krafa
meðan ég það í spurnungum baða
og um það vef mínum miklu kröfum



Hvað á ég hér að gera og hve lengi
veittu mér innra ljósið skæra
svo mér heiminn takist að bæra
veittu mér ánægjuna einn úti á engi



Sláðu á mína lífsgleðis strengi
vanstilltir þeir eru nú snjáðir
farnir af notkunn vera hrjáðir
ég get þetta bara ekki lengi