MIÐBORGIN

Miðborgin iðar,
alls staðar fólk
í leit að hamingju
sem fæst ekki fyrir aur.

Það vilja allir fjörið
sem Bakkus útdeilir,
smá bragð af helvíti
morguninn eftir.

Þig langar út,
en þegar þangað er komið
langar þig heim
í sængina hlýju.

Hvíla á brjósti hennar,
finna ræturnar
á mjúkum kodda
sem slær.