Þegar hann gekk inn,
horfði hann djúpt í augu mér,
mér fannst hann hvísla,
en ég heyrði ei neitt.

Hann gekk að mér nær,
og hvíslaði í eyra mér,
“ég er kominn”,
kominn til þín.

Eftir andartak,
hvarf hann burt, lang burt,
hann var horfinn,
ég sá þetta ekki koma.

Ég stóð þarna ein eftir,
með hjarta í molum og
brostna sál,
sá ennþá brosið.

Ég mundi eftir brosinu,
svo fallegt og mjúkt,
en hann kæmi ekki aftur,
allt sem eftir var, var ímyndun.

Mörg ár liðu,
og ennþá sat ég ein,
sá alltaf brosið,
brosið sem skein.

Brosið sem skein.