þetta ljóð samdi ég þegar ég bjó atvinnulaus á akureyri, dálítið fyndið hvað ég var pirraður :)

atvinnulaus

horfi á sjónvarpsmarkaðinn
og borða pott
hangi í spilakössunum
og fæ mér malt

fer á milli vinnustaða
og tek á móti neitunum

horfi á sjónvarpsmarkaðinn endursýndan
og hlusta á popp
bora í nefið
og græt mig í svefn

dreymi um vinnu
en vakna atvinnulaus