Ég lagði upp í leit,
í leit að því sem ég hélt,
að fyrirfinndist ekki á þessari jörð.

Ég sá þig í fjarska,
hrópa á mig,
beytti um átt og stefndi að þér.

Lokað hjarta þitt,
er í mínum hug,
ekkert nema ónumið land.

Við heilsumst,
og ég sigdi upp með ströndinni.

Blíð snerting þín,
vísaði mér í höfn.
Mjúkur koss þinn,
batt landfestar þegar ég sá ekki til.

Af hreinni forvitni,
klifraði ég yfir varnargarðana.

Við mér blasti bros þitt,
breiðara en regnboginn,
sem breyddi sig yfir himinhvolfið
þennan dag.

Ég hljóp niður í rjóðrið,
beint í útbreyddan faðm þinn.
Á sekúndubroti fjötraðirðu mig,
og ég nam land þitt.

Núna tilheyri ég þér,
og hugsunin leitar á mig.
Er ég komin heim?
Er leitinni þá lokið?