LEIKUR AÐ ELDI

Ekkert virðist raunverulegt lengur.
Og öfugt - fyrsta skipti sem ég heyri það.
En svo kemur lagið um lífið
en það er svona……

Tapa Big Time og veit það!
Hjartað grætur en það vill út,
en afleiðing þess er útlegð
frá öllu því sem það þekkir.

Fleygi mér í draumalandið.
Vil ekki hugsa að núna gæti ég verið
í allt öðru rúmi,
annars staðar í heiminum.

Vildi að ég gæti klætt mig úr náttkjólnum,
stokkið út, ljósin slökkt
Allt eins þegar ég kæmi
aftur heim.

Vildi að ég gæti farið og verið önnur,
sú sem hann vill.
Vængjalaus engill hrapar,
feimna litla ég.

Þráhyggja, þráhyggja
hverfur ekki þrátt fyrir fögur orð.
Enda hver rökræðir við hjartað
sem er mállaust?

Lífið er eins og spiladós,
miskunnarlaust er spilað á strengi hjartans.
Lagið heldur endalaust áfram og er ýmist
sorglegt eða hlægilegt.


Fljúgðu, fljúgðu á meðan þú getur,
því það er sárt þegar vængirnir eru klipptir af.
En þeir koma aftur og eru þá stærri
en nokkru sinni fyrr.