Hinn sanni jólaandi

Í morgun flýtti fólk sér
Í að verða of seint

Í dag tróðust börnin undir
Í neytendahjörðinni

Í kvöld drekkur fólk sig í hel
Eins og alltaf, bara aðeins meir

Í nótt sofnar enginn fyrir áhyggjum
Því á morgun byrjar allt aftur

Hátíðin er gengin í garð