Óafvitandi
braut hann brot úr hjarta sér
þetta kvöld
og laumaði því í vasann minn.
Vitandi
að brotið yxi
og ylli honum hugarangri
í húmi næturinnar.

Skelkaður
gengur hann um í hjarta mér.

Reynir ákafur að finna festu
hræddur liggur hér varnarlaus
með hjartað sitt læst
og lykilinn löngu týndann.

Og þó svo hugur hans sé órafjarri
þá hrópar brotið í vasa mér:
Ef þú kannt að dýrka upp lása,
gætirðu?
Myndirðu?
Viltu þá hjálpa mér.