Tár mín eru blóð,
sár mín eru salt,
ég græt mig til dauða,
læt sár mín standa opin,
læt tárin leka út.

Ég vildi sál mína hreina,
ég vildi hjarta mitt hollt,
ég hélt að þetta myndi batna,
ég hélt að allt yrði gott
en svo var ekki.

Ég heyri nú fólk æpa
og hláturinn magnast.
Ég finn hitann mig steikja,
ég öskra á hjálp.
Enginn svarar.

Hvað var ég að hugsa?
Ég var ekki að hugsa,
ég vildi öllu gleyma,
ég vildi að allt batnaði
en ég vildi ei þetta.

En nú er ekki aftur snúið,
nú er bara ein átt,ein leið,
að mæta öllu hinu góða og illa,
ég meina hinu illa og illa.
Þjáningar,niðurlæging, pyntingar.

Ég lofa að vera góður,
ég lofa að vera stilltur,
hleyptu mér upp,
láttu mig vera.
Nei ekki, ég bið þig.


Kallaru þetta þjáningar?
Kallaru þetta pyntingar?
Þykistu vera djöfullinn?
Þykistu vera andskotinn?
Éttu skít.


Mig verkjar meir undan ógrónum sárum,
mitt brotið hjarta öskra hærra,
mig svíður meir undan svörtum tárum,
mitt sjálfálit er verra en þú,
reyndu betur, reyndu nú.

Lifandi helvíti
á sjálfri jörðu
gengið gegnum ég hef.
Svartasti staður
í þessum heimi
leynist í huga mér.