eitt sem ég samdi þegar ég var yngri:

Maðurinn fer í gegnum súrt og sætt
án þess að geta nokkuð hætt
nema þegar það þolir enga bið
og þú stendur fyrir framan hið gullna hlið.

Þetta hlið sem skreytt er með fögrum rósum,
í öllum regnboganslitum, en þó nokkuð ljósum.
Skýin hylja allt, það sem þar er að finna
en þú hefur hugmynd um hvað leynist þar innra.

Þetta er það sem maðurinn býður eftir alla ævi
ekki einn dag hættir hann að hugsa, jafnvel þótt hann svæfi
þú bíður spenntur eftir að Pétur opnar lásinn sinn
Dýrðin og ljóminn, er þú loks kemst inn.

Þú ert loksins einn, í friði og spekt.
Þú ert loksins sæll með allt sem fékst.
Þú ert loksins kominn til að sjá hvernig er
að lifa eftir dauða hjá Guði og mér.