Ég vil byrja á að segja að ég er ekki hrædd við myrkur, það var bara dimmt þegar ég samdi þetta og þetta kom bara…

Myrkur

Það læðist
læðist hægt
nær og nær bænum.
Það er komið.
Skelfing vofir yfir öllu
vegna hræðslunnar
við myrkrið.

Börnin hættu leik sínum
og hlupu inn
æpandi og veinandi
af kvöl.
Þau hlupu inn
til að forðast
myrkrið.

Hið illa
leynist í myrkrinu.
Það kvelur það sem það nær í
og tekur það með sér
í óvissuna.
Því enginn getur forðast
myrkrið.


Og plís, segið hvað ykkur finnst… :)