Verra er nú að vera ekkert
í þessu lífi
harðlífi sem losnar ekkert
nema með laxerandi orðum hálfvita
með bs og phd og ddt, bara til að eitra huga minn
með tilbúnu hressi og gleði
sem myndi bráðna undan rýndum augum
þeirra sem elska mig.
Og ég húki heima, ég er vonlaus í að geyma
sjúkar setningar hugans í glatkistu eða brenna þær
á sætu báli draumanna.

Í stað þess dreymdi mig stúlku,
mjúka málfríða rétt mælda stúlku
sem eins og fjörusandur undan söltum sjó
vöknaði undan sápugum fingrum mínum
er ég renndi svo undurdundurblítt og rólega
eftir hringlaga,
svo sporöskju
og loks lögunarlausum brjóstum hennar
upp að herðarblöðum, undir höku
Fingrum sem svo eins og rammi
utan um sætara tannahvítt bros en bland í poka
beindist til mín.
—–