Það var eitt sinn lítill árabátur,
sem þoldi ekki mannanna gleði og hlátur,
hans ást var ávallt annarra grátur,
og rígbundinn eyddi sínum dögum.

Í næturhúmi er skyggja tók,
hann upp við sína bryggju skók,
hann ekkert átti, ekki einu sinni kók,
því fúll á braut hann sigldi.

Út í heim hann lagði för
á atlantshafi dugðu handtök snör
rétt til að hamla marri í mör
á botni í dimmu djúpi.

En eftir viku volk og dól,
hann setti aumann og rak upp gól,
“ó ég hef verið hið mesta fól,
mig langar bara aftur heim!”

Nú aftur heim hann leið sína lagði,
sigldi lengi og alltaf þagði,
og er heim hann kom við alla hann sagði,
“ég hef verið hið allra mesta fífl!”

En þá hann sá að við bryggju lá,
í stæði því sem hann sjálfur á,
mótorbátur með fána blá
en ekkert pláss handa honum.

Því enginn saknar sýtupésa,
sem rífur kjaft og kann ekk'að lesa,
siglir burt og telur sig besa,
og kemur svo aftur og heldur sig eitthvað nógu góðan allt í einu til að vera tekinn aftur í hópinn!?

Það var eitt sinn lítill árabátur,
sem aldrei aftur heyrði hlátur,
hann síðasta hljóð var armagrátur,
þegar þeir hjuggu hann upp í eldivið…