Það er fýla af þínum fingrum,
það er fýla af þínum tám.
Lyktin er svo úldin,
eins og ull af ám

En þú ert sæt sem sykur,
hjá þér vil vera um kjurt
en aftanmessufnykur
rekur mig í burt

Farðu í sturtu eða farðu í bað.
Færðu svo sápuna úr stað í stað
Láttu vatnið leika um hold þitt nakið.
Þrífð'á þér hárið og skrúbbaðu bakið.

Nú ertu hrein og fögur
og bara nokkuð kúl.
Að ég gæti kysst þig,
en þú ert of andfúl.

Fáðu þér að borða,
burstaðu tennurnar.
Svo ég geti án orða,
kysst á þér varirnar.