Stúlka ein, glöð á brá,
fíngert andlit og brúnleitt hár.
Ást mína vissi ég eigi þá,
skilur eftir á hjarta'mínu sár.

Ekki fékk ég hennar ást,
fékk hún hamingjuna þó.
Fékk hún sina heitu ást,
sál mín rifnaði og dó.

Sit ég einn og yfirgefinn,
ást mín eigi uppgufuð.
Sál mín er því fegin,
er ég heyri hennar rödd.

Rödd sem hlýjar, rödd sem birtir,
rödd sem ég elska og þrái.
Augu hennar djúp sem hafið blátt,
varir hennar sem rósarblöð…sem ég mun aldrei tína.