GRÆÐGI

Það grætir ekki gráðugann mann
þótt grunnt sé í pyngju fátæks manns
hvern aur sem græðgin kreista kann
klingir yndislega í feitum sjóðum hans.

Stolt

Stolt hún horfir á spegilinn
segir lotningarfull við sjálfa sig
slíka dásemd og fegurð ég hvergi finn
fram með rauða dregilinn .

Öfund

Ég vildi að allur hans heiður
hefði falið mér í skaut
vegurinn til valda yrði þá greiður
og vegsemd hans yrði mín frægðarbraut.


Reiði.

Finnst þér það réttlát reiði,ertu sáttur?
þegar heift þín bitnar hjálparlausum hjá
eða er það eigið getuleysi og vanmáttur
sem þú lætur bitna saklausu barninu á.

Hóglífi

Ómældan mat og mjöð, vil ég hafa
í makindum eyða lífinu hér
dýrðlegum réttum endalaust í mig raða
rausnalega veita elsku mér.

Leti


Í landi letinnar er svo yndislegt að vera
liggjandi á rassinum feitum
hafandi ekkert annað að gera
en vefja sig sængum mjúkum og heitum.