Hlýr og bjartur arineldur slökknar
allt orðið kallt
með hvítar varir reyni að syngja
rámur hálsinn stynur upp útbrennda tóna
verða að ösku er í eyru þín hljóma

pakka niður og varðveiti minn ljúfasta koss
rykfallinn bíður eftir nýjum eigenda
svipti andlitinu mínu fegursta brosi
jarðsyng það burt með heilögum anda
“True words are never spoken”