LÍFIÐ ER BLÝKÚLA

Lífið er blýkúla
Sem hangir í keðju
Yfir hengiflugi glötunar

Hver hlekkur skiptir mig máli:
Ástvinir
Nám
Starf
Heilsa

Á hinum enda keðjunnar er ég
Og dingla í vindinum
Á örlítillri grein

Ef ég missi takið
Ef ég sleppi
Fellur allt til glötunar
Kúlan
Keðjan
Ég

Ef ég reyni að hýfa mig upp
Gætu hlekkirnir brostið
Ástvinir
Nám
Starf
Heilsa
Og þá er lítil ástæða þess að halda áfram

Spurningin er:
Þori ég að hýfa mig upp?
Eða ætla ég að dingla hér
Þar til vindinn lægir
Eða greinin brotnar?