Ég hef lengi óttast þann dag
Þegar þú mundir banka uppá
Og taka frá mér
Þann sem mér er kær
Sá dagur kom
Er ég horfði á eftir þér
Með þann sem mér þótti vænt um
Ég kvíð þeim degi
Þegar þú kemur aftur
Ég óttast
Að horfa í augu þín

mks