Eftirfarandi ljóð eru í raun meira svona tilraun eða æfing með stílinn. Fyrra ljóðið er ort með súlustaði í huga og er svona:

Strákar stara á kvennaskara
stakir fara heim á leið.
Frúrnar snara uppá fara,
fá þó bara dreymireið.


Og hitt ljóðið er ort undir áhrifum frá LOTR þó svo það passi kannski ekki 100%. Það er svona:

Fagur drengur ferðast hljótt
og hans fengur á'onum hangir.
Ávallt gengur alla nótt,
elt'ann lengur skuggar langir.