Þetta ljóð er hið fyrri kafli í tveggja kafla sögu sem ber titilinn Yet another life.

1.Welcome back!

Í nótt ég vaki, stari
út um gluggann
inn í mig.
Alveg sama þó ég fari
hverfi í skuggann
fjarlægist þig.

Í draumi, í nótt
ég hlýt að falla
fyrir eigin hendi.
Að mér er sótt
og ég kalla
á það er hjartað brenndi

Hvert ég fer
og komi ég aftur
þakinn eigin slími.
Allt sem ég er
enginn kraftur
liðinn er minn tími.

Ný ljós, ný birta
nýr dagur, nýr ótti
sami söngur, sama sál.
Veröld mín vitfirrta
veraldar flótti
kulnað bál.

Ég var brosandi barn
hóra í hópi hinna,
klæddur í svart
Í augum mínum eyðihjarn
allra drauma minna,
ljósið var hlýtt og bjart.

Svo komu þeir einn og einn
stilltu sér upp og hlógu
brjálaðir og hræddir.
Skipið þeirra sökk eins og steinn
allir um borð, þeir dóu,
svangir og illa klæddir.

Skáru úr sér hjörtun og hentu þeim
héldu sér fast í mig
blóðguðu mig og hæddu.
Ég reyndi en rataði ekki heim
forðaðist þig.
Þeir hugsun mína bræddu.
Gríptu karfann!