Að þessari gröf kemur engin maður
í þennan heim kemur ekkert líf
eða leggur hvít blóm á heigðan hug minn
og rotnar hægt
í blautri minningunni
Á legsteininum stendur ekkert.

Og frá mér vit tekur vitrun mín
og ég ÖSKRA!
Yfir haf, yfir heim, yfir kafnandi þögn!

en orðin
flækjast í löngu grónum rótum haturs
fyrir aftan steinrunna grímu er hylur ótta minn.

Og ópið deyr
og von mín deyr.

Blæðið svo sorginni úr augunum mínum
fellur skítug í tæra lind sakleysis
sem ég átti eitt sinn,
sverta svo botninn sést ekki lengur
svo spegilmynd mín afskræmist og glottir
réttir hlæjandi út blóði drifna hönd
hvíslar, skerðu drengur, skerðu.

Og rauð tárin falla, stoðir veruleika míns
falla.



(Samið á niðdimmri nóvembernótt)
—–