þær höfðu spilað og sungið
við vegkantinn allan daginn
blinda stúlkan og augun hennar,
í kvöldblænum settust þær niður
er blásvartir skýjabólstrar hlóðust upp
á heiðríkan vesturhimininn,
skuggar efstu húsanna í þorpinu þeirra
teygðu sig niður á gullroðinn akurinn
í brekkunni fyrir ofan veginn.
Ó systir ég sé dýrðlegan regnboga
fyrir ofan bæinn okkar,
æ bara að þú gætir verið upp í skýjunum og fundið hann
ég er upp í skýjunum elsku litla systir mín
meðan ég á þig sólina og regnið.