Þetta er sumarið '93
Sumarið er við unglingarnir héngum niðrá torgi með hanakamba
drekkandi menntolspritt sem við keyptum í gamla Reykjarvíkur apoteki
sem var þar niður frá

Þetta sumar var lífið ekki raunverulegt
og við hámuðum í okkur artan og aðrar kúlur
eins og okkur væri borgað fyrir það
veruleikin varð að skrítnum draumi
og af svefni okkar við vildum ekki vakna

Þetta sumar horfðum við á riddara götunnar líða hjá
eins og hermenn eftir orustu
þetta sumar þráðum við að verða eins og þeir
verða ósigrandi hermenn götunar líka

Þetta var sumarið er við vorum ung og óreynd
líf okkar krakkanna var örugt, bein leið í átta ólifjan
þetta sumar föðmuðum við að okkur nóttina
og liðum útaf í faðmi Dauðans
þetta var sumarið 1993.