Ó litla stúlka, komdu nær,
komdu nær þínu nýja lífi.
því að héðan munt þú aldrei,
aldrei aftur fara.

Þú ert aðeins ein eftir,
ein eftir í þessum heimi.
Fjöskyldan þín er á brott komin.
Hún hefur yfirgefið þig.
Hingað ertu komin til þess að vera
Um tíma.

Komdu því nær
vina mín
Það býður þér nýtt líf fyrir handan.
Fyrir handan dalina dimmu og
gríðarstóru fjöllin.
Þar bíða þín nýjir vinir,
nýjir, svikulir vinir.
Já, þar bíða þín úlfarnir.


Grimmu úlfarnir bíða þín,
sársvangir og máttlausir.
En þú munt ei fara frá þeim aftur
því að ef opnist þeirra gin
það lokast ei fyrr en út í það er fyllt.

Þú munt svífa.
Svífa í gegnum dalina,
svífa í gegnum fjöllin,
svífa í gegnum himinin
og gufa upp.

Nú ert þú óhult
því að nú veit enginn hvar þú ert niðurkomin.
It's a cruel world out there…