Daginn.. ég hef verið svolítið léleg hérna á þessu áhugamáli undanfarið.. en hér eru tvö nýjustu ljóðin mín:

Hvít blóm skreyta lífsfarveg minn
Hvít sem sakleysi
-og friður
ætíð hefurðu friðað hjarta mitt
friðað sálu mína
friðað líf mitt
ég þakka auðmjúk
ég þakka þér


svo samdi ég íslenskan texta við vögguvísuna Wiegenlied eftir Johannes Brahms, á ensku heitir hún Brahms\' Lullaby

Góða kvöldið, góða nótt
Komið kvöld og allt er hljótt
Næturgalinn syngur blítt
Og í faðm’ mínum er hlýtt

Ljúktu augum, dreymi vel
Ljúfum draumum þér fel
Ljúktu augum, dreymi vel
Ljúfum draumum þér fel.


Það væri gaman að fá einhver \“komment\” á þetta..
Takk fyrir :)

kveðja kvkhamlet