Vertu sæl vinan
þú veist ég þig vildi
en sannleikann samt
þó að lokum ég skildi
Að allt var um seinan
þann dag er við skildum
því þá endirinn hófst
þó að annað við vildum
Ef ég elska þig enn
þó að allt sé í sárum
erum deyjandi menn
sem að deyja með tárum
En hve ljúft er það líf
þar sem enginn þig dáir
fullt af tómleik og tíð
þar sem myrkrið þig þráir
Hver er ég hún mig spyr
sem að átti mig allan
ef hún spurt hefði fyrr
hefði bjargað mér bjallan?
Eru ólgan og óttinn
orðin það sem ég segi
eða endalaus flóttinn
eftir myrkvuðum vegi
Elsku þú sem ert ég
viltu hlusta mig á
þegar allt er um garð
hver mun elska þig þá
Ef þú öllu hér eyðir
sem þú ást leggur á
þig að innan þú deyðir
og þig sjálfan í dá
Segðu mér ef þú getur
hvar er hamingjan sú
hvað við gert hefðum betur
hvar þitt hjarta er nú