Æskudraumurinn endar og augun opnast
fyrsta hugsun dagsins logandi kvíði
rósótt fölnandi rúmfötin hætt að lykta
fyrrverandi parísartíska hangir á stól

skerandi barnsgrátur biður góðan dag
skítug bleyjan hefur storknað í nótt
reykfyllt loftið leikur um útgrátna vanga

umslagafjallið við dyrnar hætt að gjósa
falskir tónar símans fjara út
birtan hætt að skína inn
kuldinn tekinn við

allt er hljótt
“True words are never spoken”