þegar augun mætast á leið
til hins dimma sálarstaðar
biður vegfarinn um far
hann er svo einn
næstum með tár í auga
ég lít á hann og sé sjálfa mig
hann horfir á mig og biður um hjálp
hann er ekki í skóm
fætur hans blæða
frakkinn hans er rifinn
augu okkar mætast um stund
en ég get ekki horft
hann særir mig
það er sárt að sjá
einhvern svo líkan sér
en samt svo öðruvísi
er hann spegilmynd af sálu minni
sál sem er tóm, fátæk og einmanna?
let the blind man lead the way and be lost forever….