Drísill.

Á göngunni milli ríkjanna tveggja valdi hann rétta leið.
Hann tók frelsi fram yfir einveldi.
Hann valdi baráttu í stað valda.
Hann valdi fyrirlitningu fólksins í stað þess að vera tilbeðinn.
Hann gekk til liðs við þá sem almennt eru álitnir illir,
sór að fara með þeim í stríð fyrir réttlæti.
Hann er kallaður djöfull og drísill og honum er sama,
hann er frjáls.
Hann mun leiða hersveit í orustu orustanna.
Sjá himins falla hlið.