Af öllum þeim ljóðum sem ég hef samið er þetta uppáhaldið mitt:

Ég er nóttin sem umvefur allt
ég er dagurinn svo bjartur og hlýr
ég er upphafið og endirinn
ég er allt sem er til

Ég á mér drauma um eilíft líf
ég anda að mér gleði og sorg
ég lifi og hrærist í ótta og von.

Það er svo margt sem mig langar
svo margt að sem ég þrái að ég finn engann frið
löngunin í allt sem er betra en ég.

Ég hræðist allt sem stoppar mig
allt sem heldur mér aftur og hindrar mig
heldur mér frá því sem ég vil!

Ég sveiflast upp og niður
úr hæðstu himnahöll niðrí dýpstu myrkur
allt sem sál mín býr yfir, myndar mig að mig.

Í þöglu myrkrinu húmi ein og köld
alltaf leitandi og dreymandi
um það sem fullkomnar mig

Ég trúi á stokka og steina
ég trúi á heilagan guð
ég trúi á gamlar sögur um galdramenn og kukl
veit ekki hvað ég vil

Þegar ég finn það sem ég þrái
hvernig veit ég að það sé það sem ég vil
óvör um hamingjuna sem stóð mér við hlið

Lífið er svo hverfult, svo sorglega stutt
og þegar lífið er liðið
hvað er þá gott og gilt
þegar á botnin er hvolft
þá lifa minningarnar en hitt hverfur í ryk

Vonir og draumar
sorgir og þrár
koma allaf saman
þau koma sem líf.