Ok… ekki mjög gott ljóð - en þar sem ég er með ritstíflu ákvað ég allavega að reyna ;)

..:Toppur:..

kuldinn svo nístandi sker gegnum sinar
sýnin hér furðuleg róar mig niður
fjallamynd hvert sem ég sný mér og horfi
seiðandi þögn eða ljúfur lækjarniður…

vindurinn glottir og reynir að fella mig
í skelfingu gríp ég um lausa sandsteina
næ jafnvægi að nýju og held mér föstum
niður falla völur milli hnífbeittra greina…

staða mín er varasöm en hér mér líður vel
vellandi blóð mitt fær súrefni að nýju
þegar hræðslan er horfin og róin er komin
hef ég toppinum náð og unnið inn hlýju…



þú ert toppur einn erfiður sem erfitt er að klífa
einn ég brölti áfram til að festa þar rætur
þegar verk mitt hefur tekist og vindurinn þagnar
þigg ég verðlaunin kátur meðan mannskarinn grætur…

þú varst óklifinn tindur svo fagur og hár
í hættu ég mig lagði og fékk nokkur sár
en nú sit ég hér einn hjá þér alla ævi glaður
því þú ert minn toppur og eini samastaður…


-pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.