Skilnaðurinn herjar hvíldarlaus á mig
heyri í honum meðan ég vaki
særir mig liggjandi í svefni með nafn þitt á vör
skýtur mig úr leyni með gylltum boga
svífandi örin sker kalda næturgoluna
sé hana á meðan ég sef

hrukkur myndast og hárin hvítna
hvítleitt andlitið afmyndast hægt
blóðið í æðum þynnist út með vatni
lystarleysið segir frumum upp störfum

dregið er fyrir og öllum gluggum lokað
loftleysið kæfir niður gleymdar minningar
læstur inni með dimmu ryki sem félagsskap
vakta símann ef þú skildir hringja
“True words are never spoken”