Ef ég gæti, myndi ég vilja
ef ég vildi, myndi ég geta.
En það að geta er erfitt
en að vilja er verra.
Viljinn dregur mig áfram
en getan fellir mig
og andlitið fellur í drulluna
fellur í soran.
Kinnarnar leggjast mjúkt við
hrjúfa steinana
sem kúra við botninn.
Getan hýfir mig upp,
á fætur.
Getan ýtir mér út í það óþekkta
á meðan viljinn grætur,
orgar af sársauka,
Viljinn gefst upp.
En ég get en ég vil ekki,
en ég vil en ég get ekki.
Föst í togstreitu,
blóðugu stríði
milli vilja og getu.
Á meðan getan byggir stíflu fyrir
straumum viljans
þá læðast inn
hrygðin og sorgmæddin.