ég sendi inn ljóð áðan og það hvarf.. finnandi er beðinn um að láta vita….
það mætti gera eitthvað í þessu.. hlutir sem ég geri hér á huga eru alltaf að hverfa..
en ég er með annað ljóð sem mig langar að setja hér…
endilega segið mér það sem ykkur finnst í alvöru…



íbúar fjallanna, dökk
tröll
og góðir
álfar
sem læðast niður fannhvíta
fjallshlíðina í myrki
veturdrottningarinnar

þau eru komin til að vera viðstödd
brúðkaup vorsins og haustsins

dalurinn hefur klædd sig í hvít spariföt
og skreytt sig með nöktum trjám
eldfjöllin koma askvaðandi og segja:
það var nú kominn tími til….


hafmeyjur hafsins stilla strengi sína og byrja á
brúðarsálminum
og hafið grætur.

loks birtir af degi og brúðurin gengur hnarreist
við hlið föður síns
sumarsins
og vetrardrottningin strýkur köld tár af vanga
reiði og afbrýðisemi
hún situr á aftasta bekk
hún veit að hún er ekki
velkomin
boðberi kulda og myrkurs
en það er ekki hægt að sparka henni út
brúðkaupi
sonar síns?

brúðguminn strýkur svitadropa af enninu;
ertu ekki að gera skyssu? hugsar hann

en í þá mund gengur vorið í hvítu kjól
inn
í kirkjuna með sumarið við hlið sér
sem er að rifna úr stolti.

og brúðguminn er sáttur við ákvörðun sína.
hún gengur að altarinu og
hringur er dreginn á fingur.

en það er of seint.
reið vetrardrottningin bölvar
og æpir
dæmir þau í eilífan aðskilnað
vorið og haustið





jæja þá er það komið…
kv/ alre