Heimurinn riðar blindfullur til falls
allt er týnt og tröllum gefið
nístandi svitaborinn sársaukinn
sturtast hægt niður í klósettið

tárin streyma niður mína rjóðu vanga
með hljóðdeifi öskra á hjálp
líkaminn titrar af sárum ekka
meðan þú horfir á uppstoppuð í útrýmingarhættu

nýr dagur fæðist óvelkominn í heiminn
leitar sér að einstæðum foreldrum til að hrella

lappirnar ganga til vinnu en hugurinn eftir heima
tómur hausinn hlær gervilega á fullum launum
af útþynntum bröndurum yfirmanna með bindi
“True words are never spoken”