Ég hef aldrei samið eitthvað áður, en ég hef verið að lesa ljóð eftir ykkur og ákhvað að koma mínum tilfinningum á blað, ég veit ekkert hvort þetta sé ljóð eða hvað þetta er en mér létti allavegana að koma þessu frá mér.

Þeir náðu mér og hentu mér í götuna
rifu af mér fötin,
ég verð hrædd og öskra,
en engin heyrir til mín,
ég bið þá að stoppa en þeir hlusta ekki á mig.

Ég finn sársauka, sársauka sem nýstir inn að hjarta,
ég verð hjálparvana, get ekkert gert,
ég loka augunum og finn betri stað,
hugsa um ástina mína og stelpurnar mínar þrjár.

Allt í einu stoppar allt, ég er lifandi
og fegin en samt svo hrædd,
ég ligg ein eftir, titra og get ekki staðið upp,
þeir hafa eyðilagt mig, skitið mig út
notað mig og hent mér í burtu.

Tárin byrja að renna og ég stend upp,
ég er svo reið mig langar til að garga
en til hvers það heyrir engin til mín,
verð ég einhverntíman ég aftur?
Eða er ég bara ónýt og skítug?

Takk fyrir að lesa þetta.
Kveðja
HJARTA.
Kveðja