Þegar ég sit ein
og horfi út um gluggan
á snjókornin falla til jarðar
hugsa ég um gamlar minningar
löngu horfnar minningar
sem voru eins og snjórinn
falla hægt til jarðar
bráðna
og gleymast að eilífu
en þegar snjóar aftur fæ ég í mig fiðring
líkt og minningar sem reyna að brjótast upp á yfirborðið
til þess eins að kvelja mann
það eru öðruvísi minningar
sem ekki bráðna
þær frostna
og varðveitast að eilífu
það eru þær
þær sem hindra það bráðnaða að brjótast út
það eru þær
þær sem hjálpa manni í gegnum lífið
þær sem hjálpa manni að lifa.