Munið mig (Ljóð eftir “Sirrý”)

Tónlistin er fallegt dýr
sem allir dá.
Það lifir í frumskóginum
og er frjálst.

(túlkun:)

Takið eftir myndhverfingunni í fyrstu ljóðlínunni,
þar líkir höfundur tónlistinni við dýr. Margar túlkanir
hafa komið upp varðandi hvaða merkingu þetta hefur fyrir
ljóðið, en eina og rétta túlkunin er sú að tónlistin sé
fíll.

Allir dá dýrið. Pælum aðeins í því. Greinilegt er að höfundur
er að reyna að hafa stuðlasetningu í ljóðinu, og hefur því
þessa ljóðlínu með. Enn frekari stuðlasetning er í framhaldinu
þar sem f-ið er stuðlað.

Þá er komið að merkingu ljóðsins. Eins og eflaust allir sjá
án mikilla vandkvæða er merking ljóðsins sú að fíllinn er frjáls
þar til hann er drepinn og tennur hans notaðar í píanótakka.

Það eina sem er í raun örlítið óljóst er titill ljóðsins,
en ef nánar er skoðað sést að aðeins ein túlkun kemur til greina.
Höfundur vill að við munum hver hann er, að hann sé sá sem samdi
ljóðið.

Prófað verður úr þessu ljóði næsta þriðjudag.
Ha-gka-up