Fjöllin skarta sínu fegursta
snjórinn fellur tignarlega
niður brattar hlíðarnar.

Laufin falla létt til jarðar
og nöpurleg nakin trén
drekka í sig sólargeislana.

Fullorðna fólkið liggur í snjónum
og lætur sólina sleikja sig
ísköld og föl.

Börnin búa til drullumall úr snjónum
í stuttbuxum og nýjum skóm
rjóð í vöngum.

Unglingarnir borða ís í brauði
um leið og þau skauta á svellinu
brosandi út að kulnum eyrum.