Hvernig sem ferðin er hún byrjar svo.

Ég fæðist lifi dey og svo er sagan
eða hvað?

Ég læri dett og ryð mér leið um lífið
má ég það?

Og rita sára reynslu í lífsins bók,
beint á blað

Og eftir langa ferð og þreytta fætur
fæ mér bað

í minningum mínum er verma
og hreinsa skítuga sál.
—–