Fyrir nokkru síðan kom nýjasta útgáfa BIND út, með útgáfunúmerið 9.1.1. Með þeirri útgáfu eru þónokkrir böggar úr 9.1 lagaðir, en dýrið hefur reynst mér vel.
Vert er að rifja upp að í BIND 8.2.2 fannst alvarleg öryggishola fyrir nokkru síðan, og þeir sem kjósa að halda sig við BIND 8 fjölskylduna enn um sinn, eru eindregið hvattir til uppfæra í 8.2.3.
Athugið að uppfærsla úr 4 eða 8 í 9.1.1 telst dálítið meiri vinnu, þar sem hann er frekari á config/zone skrár, og einhver stillinaratriði hafa breyst (skoðið /var/log/messages vel við ræsingu :). Einnig er vert að benda á að ef kernell 2.4 er ekki á vélinni þarf að byggja chroot stuðning sérstaklega inn.