Nokkuð hefur borið á þvi að fólk hefur verið að hafa samband við mig á irc (sem ég þoli ekki btw.) og óska eftir upplýsingum um Port Forwarding. P.F. nýtist m.a. til að hleypa áfram innkomandi tengingum inn á innranetið, t.d. til að vera með ftp þjóna á windows vélinni (hversu greindarlegt það kann að vera) :)<br>

En nóg um húmorinn, skellum okkur aðeins í skyndinámskeið um Port Forwarding.<br>

Best er að lesa sér til um þetta í <a href="http://netfilter.samba.org/unreliable-guides/“>handbókunum</a> um Iptables og þá sérstaklega <a href=”http://netfilter.samba.org/unreliable-guides/NAT-HOWTO/NAT-HOWTO.linuxdoc-6.html#ss6.2">þennan kafla</a> í Nat howto.<br>

En fyrir þá sem eru ósjálfbjarga ætti eftirfarandi lína að duga.<br>
iptables -t nat -A PREROUTING -i ppp0 -p tcp –destination-port XX -j DNAT –to XXX.XXX.XXX.XXX<p>

Þetta kallast Destionation Network Address Translation (DNAT), sem í stuttu máli breytir ákvörðunarstöðum pakkana eftir því sem reglurnar segja.<p>
<hr>

Línan brotin niður og útskýrð<br>
iptables -t nat<br>
þarna er iptables sagt að nota NAT<br>
-A PREROUTING<br>
Þarna er verið að bæta við keðjuna PREROUTING.<br>
-i ppp0
Reglan tekur bara til pakka sem koma inn (-i þýðir það, incoming) um ppp0.<br>
-p tcp
Reglan tekur til TCP pakka eingöngu<br>
–destination-port XX<br>
Og bara til pakka sem beint er að porti XX (fer eftir því hvaða þjónustu á að beina að).<br>
-j DNAT
Hérna kemur svo skipunin um að það eigi að beita DNAT á pakkana.<br>
–to XXX.XXX.XXX.XXX<br>
og að lokum á hvaða ip adressu á að senda pakkana.<br>

Og að lokum minni ég á að þessi lína þarf að koma fremst í vegginn, á undan öllum lokunarreglum til að virka.
<hr>

Eins og áður tek ég fram að þetta er allt á ykkar eigin ábyrgð og vinsamlegast lesið allt sem þið getið fundið um þetta áður en að ykkur dettur í hug að bögga mig. :)
JReykdal