Ég reyndi að setja upp redhat8,0 og það gekk vel en síðan sá ég að ég gat ekkert gert í því og þá rann það upp fyrir mér að hún hefði misheppnast hrapalega.

1. Lilo virkaði ekki, hún reyni að starta upp winXP diskasneiðinni sem en það kom bara loading winxp….. og hélt sér á því án þess að ég sæji nokkuð að windows xp væri byrjað að hlaða sig upp..


Ég reyndi síðan að búa til adsl tengingu fyrir alcatel speedtouch home módemið, og í glugganum í gnome sem að maður sá tengingar þá virtist það tengjast eftir dálitla stund en allt í einu slitnaði það eftir nokkra sekúndur. Gæti verið að það ætti eftir að stilla Chap eða eitthvað svona security dæmi? Og hún disconnecti sig frá serverinum?

Netkortið hökkti alveg inn strax en ég held að ég hafi verið með allar stillingar milli netkortsins og módemsins…

Svo gat ég ekki breytt stillingunum fyrir firewallinn, ég reyndi að breyta honum í gluggaumhverfinu í gnome og tók firewallinn niður og ýtti á ok, það virtist ekki virka því það vildi ekki fara af HIGH security level þó að ég væri loggaður inn sem root? Það er eins og það væri “read-only” á þessu eða eitthvað?

Þar sá ég að ég gat leyft netkortinu eth0 að fara í gegn en ég gat ekki breytt því…gæti það verið málið, firewallinn leyfir mér ekki að tengjast módeminu?

Þetta sökkaði þetta install partý hjá mér í nótt!!